Fagmennska, þekking og reynsla í mannauðsráðgjöf

Við veitum alhliða ráðgjöf í mannauðsmálum fyrir fyrirtæki og stofnanir ásamt stuðningi við stjórnendur. Við búum yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu af mannauðsstjórnun og stjórnendastuðningi, mótun stefnu í málaflokknum og samskiptamálum, bæði á opinbera og almenna markaðnum.

“Jákvæð og uppbyggjandi samskipti eru undirstaða vellíðunar á vinnustað”

Skráning á námskeið hafin

Endurmenntun Háskóla Íslands stendur fyrir ýmsum námskeiðum í samstarfi við AUKI.

  • Mannauðsmál frá A til Ö - tækifæri og áskoranir

    Nýtt námskeið þar sem fjallað er um hagnýt atriði mannauðsstjórnunar með skýrum hætti. Kennt er annan hvern fimmtudag frá 9:00- 16:30, hefst 19. september og lýkur 10. desember. Námskeiðið er 42 klst. og koma að því auk Guðrúnar og Hildar nokkrir gestakennarar.

  • Fagleg hegðun og samskipti á vinnustað

    Góð samskipti á vinnustað eru grunnurinn að vellíðan á vinnustað og starfsánægju. Á þessu námskeiði verður fjallað um faglega hegðun á vinnustað (e. professional behaviour) og hvernig hægt er að tileinka sér samskipti sem stuðla að jákvæðri vinnustaðamenningu.

  • Mannauðsstjórnun fyrir nýja stjórnendur

    Námskeiðið miðar að því að auka sjálfstraust og færni nýrra stjórnenda í mannauðstengdum málum, hvort sem um er að ræða mótttöku nýrra starfsmanna eða endurgjöf og samtöl. Einnig verður fjallað um vinnustaðamenningu og erfið starfsmannamál.

  • Erfið starfsmannamál

    Erfið starfsmannamál geta tekið á hlutverk stjórnanda og er mikilvægt að þeir séu vel í stakk búnir til að mæta slíkum málum. Á þessu námskeiði verður fjallað um skilgreiningar á erfiðum starfsmannamálum, hvernig best er að taka á þeim og hvernig skal fyrirbyggja að slík mál komi upp.

  • Jákvæð vinnustaðamenning skiptir máli!

    Góð og uppbyggjandi vinnustaðamenning er grunnur að vellíðan í starfi. Vinnustaðamenning getur haft mikil áhrif á starfsánægju, helgun og frammistöðu fyrirtækja og stofnana. Jákvæð menning á vinnustað spilar stærstan þátt í því að halda í gott starfsfólk.