Mannauðsráðgjöf
Farsælt getur verið að fá utanaðkomandi sérfræðing í mannauðsmálum til að vinna að lausnum í málaflokknum hjá fyrirtækjum og stofnunum. Allt frá ráðningum starfsfólks, sértækra samskiptamála, starfsþróunar, breytingar á störfum eða starfsloka þá aðstoðum við í ferlinu.
-
Margir stjórnendur upplifa að þurfa að takast á við samskiptavanda á vinnustað.
AUKI hefur mikla reynslu á að taka á slíkum málum og þekkir að þessi mál eru sérstök í hvert skipti og þarf að skoða frá öllum hliðum áður en unnið er að lausnum. Við hjá AUKI leggjum m. a. áherslu á greiningarvinnu þegar þessi mál koma upp sem unnin er með stjórnendum og starfsfólki. Djúpviðtöl við starfsfólk, vinnustofur, tillögur að úrbótum, eftirfylgni og aðgerðaráætlun.
-
Mál sem tengjast einelti, kynbundnu og kynferðislegu áreiti og ofbeldi (EKKO) eru viðkvæm og æskilegt fyrir vinnustaði að fá utanaðkomandi aðila í faglega ráðgjöf.
AUKI býður upp á þjónustu í EKKO málum. Aðstoð við mótun og gerð stefnu og/eða viðbragðsáætlunar í samræmi við reglugerð 1009/2015 og lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Einnig getur AUKI komið að rannsókn einstakra mála og veitt stuðning til stjórnenda. Þá býður AUKI upp á fræðslu fyrir stjórnendur og starfsfólk í þessum málaflokki.
-
Þegar upp koma erfið starfsmannamál, getur verið gott að fá utanaðkomandi mannauðssérfræðinga til að greina og vinna að lausnum með stjórnendum og viðkomandi aðilinum sem að málinu koma. Þessi mál geta reynst flókin og því mikilvægt að vanda til verka og greina hvert mál fyrir sig.
AUKI býður upp á þjónustu varðandi einstaka mál og einnig bjóðum við upp á vinnustofur sem styrkja sjórnendur í að taka á þessum málum.
-
Að byggja upp góða menningu er lykilþáttur að vellíðan á vinnustað og að fyrirtæki og stofnanir nái árangri í starfseminni. Vinnustaðamenning er alltumlykjandi og óáþreifanleg. Margvíslegir þættir hafa áhrif og er mikilvægt að stjórnendur og starfsfólk sé meðvitað um þá þætti sem hafa áhrif á menninguna. Gott er að skapa meðvitund um að allt starfsfólk hefur áhrif á að viðhalda og skapa jákvæða og uppbyggjandi menningu á vinnustað.
AUKI vinnur með stjórnendum og starfsfólki að greina og meta vinnustaðamenningu á vinnustöðum og móta tillögur og aðgerðir til að styrkja og efla menninguna.
-
Að veita uppbyggjandi endurgjöf er lykilatriði í eflingu starfsfólks og árangri skipulagseininga. Uppbyggjandi endurgjöf er ekki sjálfsögð og þarf að vanda til verka við þennan mikilvæga þátt í daglegu starfi stjórnenda.
AUKI hefur áratuga reynslu af innleiðingu starfsmannasamtala og endurgjafar. Við aðstoðum stjórnendur við mótun og innleiðingu ferla í tengslum við endurgjöf sbr. starfsmannasamtöl, frammistöðumat, gerð starfslýsinga, hæfnisgreininga ofl.
-
Að taka vel á móti nýju starfsfólki og stjórnendum slær taktinn fyrir framtíðina og hvernig nýr starfsmaður og eða stjórnandi aðlagast og kemur sér inn í nýtt starf og starfsumhverfi.
AUKI aðstoðar við mótun nýliðastefnu, móttöku nýliða og fræðslu fyrir nýja stjórnendur og starfsfólk í takt við áherslur og starfsemi stofnunnar og fyrirtækis.
-
Í nútíma starfsumhverfi er hraðinn og breytingar örar og því sífelld þörf fyrir starfsþróun og þjálfun. Þau fyrirtæki sem ekki sinna þessum þætti eru fljót að dragast aftur úr og eiga á hættu á að missa hæft starfsfólk. Krafa flests starfsfólks í dag er að fá tækifæri til starfsþróunar í takt við verkefni hverju sinni og metnað hvers og eins. Starfsþróun felst m.a. í að gefa starfsfólki tækifæri til að vaxa og takast á við krefjandi verkefni og kallar á gagnkvæmt traust aðila.
AUKI aðstoðar við mótun starfsþróunaráætlana og þjálfunar í takt við þarfir og eðli stofnanna og fyrirtækja og samsetningu starfsfólks.
-
Að vanda ferlið í kringum starfslok einstaklinga og hópa er mikilvægt bæði fyrir viðkomandi sem er að hætta og ekki síður fyrir vinnustaðinn. Hvort sem viðkomandi er að hætta vegna aldurs, vill skipta um starfsvettvang eða er sagt upp.
AUKI aðstoðar fyrirtæki og stofnanir að móta ferli í kringum starfslok með það að markmiði að hindra að mikilvæg þekking glatist og að fólk geti hvatt með reisn og sátt. Einnig tökum við að okkur að aðstoða við einstök mál er snúa að starfslokum.
Vinnustofur, námskeið og fyrirlestrar
Árangursríkt er að vinna sameiginlega með starfsfólki að þeim markmiðum sem þarf að ná í starfseminni. AUKI kemur inn í fyrirtæki og stofnanir með vinnustofur þar sem lagt er af stað í vegferð sem skilar bættum árangri í mannauðsmálum. Við mótum vinnustofurnar í takt við þarfir og áskoranir fyrirtækja og stofnana hverju sinni.
Sem dæmi um vinnustofur mætti nefna:
Jákvæð vinnustaðamenning og vellíðan í starfi
Fagleg samskipti á vinnustað
Árangursrík teymisvinna
Heilsa, velferð ofl.
-
AUKI býður upp á sérsniðin námskeið fyrir vinnustaði sem hentar þeirra þörfum um mannauðstengd málefni.
Við höldum reglulega námskeið hjá Endurmenntun HÍ. Meðal þeirra námskeiða sem við höldum þar eru:
Mannauðsmál frá A til Ö - tækifæri og áskoranir
Mannauðsstjórnun fyrir nýja stjórnendur
-
Bjóðum upp á fyrirlestra um ýmis mannauðstengt málefni, í takt við þarfir viðskiptavina t.d. um vinnustaðamenningu, samskipti á vinnustað, velferð á vinnustöðum, ofl.
Mótun stefnu í mannauðsmálum
Árangursríkt er að virkja starfsfólk til þátttöku í mótun og innleiðingu stefnu í málefnum sem tengjast mannauðsmálum.
AUKI tekur að sér að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum við mótun stefnu í mannauðsmálum. Í þeirri vinnu leggjum við áherslu á að halda vinnustofur með öllu starfsfólki, eða fulltrúum þess, að tillögum og mótun til að tryggja eignarhald. Mikilvægt er að tryggja innleiðingu með aðgerðaráætlun og virkja fólk til ábyrgðar.
Við vinnum með stofnunum og fyrirtækum við gerð mannauðsstefnu, viðverustefnu, stjórnendastefnu, samskiptastefnu eða öðrum stefnum er tengjast mannauðnum.
Ráðningar A - Ö
Vandað ráðningaferli er mikilvægur þáttur í árangursríkri mannauðsstjórnun hjá fyrirtæki og stofnunum. Dýrkeypt getur reynst ef ekki veljast réttir aðilar til starfa, bæði fyrir þann sem valinn er og fyrir vinnustaðinn.
AUKI hefur umfangsmikla reynslu í ráðningum starfsfólks og æðstu stjórnenda. Við vinnum með vinnustöðum að þarfagreiningu starfa eða sérstakra verkefna, undirbúning atvinnauglýsinga, öflun umsækjenda, flokkun umsóknargagna, mat á umsækjendum, ráðningaviðtöl, hæfnispróf, starfstend verkefni, þátttaka í hæfnisnefndum og öllu er snýr að starfsmannavali og ráðningum.
Einstaklingsmiðaður stjórnendastuðningur
Gott er fyrir stjórnendur að sækja sér stuðning til að efla sig sem stjórnendur. Misjafnt er hvað hentar hverjum og einum, enda styrkleikar hvers og eins ólíkir frá einstaklingi til einstaklings.
AUKI hefur víðtæka reynslu af því að styðja við einstaka stjórnendur í einstaka málefnum er tengjast mannauðsmálum og við að efla sig sem stjórnendur. Eigendur AUKI eru einnig vottaðir markþjálfar.