Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir

MA - Human resource managemet (HRM) - University of Westminster.
BA - Félagsfræði með áherslu á atvinnulífsfræði - Háskóli Íslands
Executive Coaching - Háskólinn í Reykjavík

Netfang: gudrun@auki.is
Sími: 699-3554

Guðrún eða Gunna eins og hún er alltaf kölluð hefur starfað við mannauðsmál frá árinu 1999 og hefur á þeim tíma viðað að sér mikilli reynslu og þekkingu.

Hún er með meistaragráðu í Mannauðsstjórnun frá University of Westminster og BA gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands. Guðrún hefur lokið námi í “Executive Coaching” frá Háskólanum í Reykjavík og er að klára ACC vottun. Þá hefur hún sótt fjöldamörg námskeið í málefnum sem tengjast mannauðsmálum, bæði hér heima og erlendis. Hún er líka jógakennari og er alltaf að bæta við sig þekkingu í þeim efnum sem að svo mörgu leiti tengjast velferð, mannauðs- og stjórnendafræðum.

Starfsumhverfi stjórnenda og stefnumótun hjá ríkinu

Á árunum 2017 til 2022 starfaði Guðrún hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu í verkefnum er snúa að starfsumhverfi stjórnenda ríkisstofnana sem fólust m.a. í því að stýra mótun og innleiðingu á stjórnendastefnu ríkisins og launaumhverfi forstöðumanna.

Mannauðsmálin í Háskóla Íslands og norrænt samstarf

Lengst af starfaði Guðrún hjá Háskóla Íslands, eða í 14 ár sem sviðsstjóri starfsmannasviðs. Þar kom hún að öllum hliðum starfsmannastjórnunar þar með talið þróun og innleiðingu hvata- og starfsmatskerfa, mótun stjórnendaþjálfunar skólans, innleiðingu reglulegra starfsánægjukannana auk mótunar fræðslu, starfsþróunar og heilsueflingar starfsfólks. Þá kom hún einnig að kjarasamningum, launamálum, samningagerðum, stefnumálum, ráðningamálum, lausn ágreinings o.fl.

Þá tók hún virkan þátt í starfssemi NUAS sem eru norræn samtök stjórnsýslufólks í háskólum á norðurlöndunum og voru henni falin ýmis trúnaðarstörf fyrir samtökin og sat hún í stjórn NUAS fyrir hönd Íslands frá árinu 2012 þar til hún lét af störfum í Háskóla Íslands. Í 14 ár sat hún í faghópi um starfsmannastjórnun og skipulagði ráðstefnur víða á norðurlöndunum auk þess að taka þátt í að skipuleggja og koma á laggirnar stjórnendanámskeiði fyrir stjórnendur í háskólum á norðurlöndum og sá um undirbúning og tók þátt í þjálfun á öllum námskeiðunum. Henni var síðar falið að endurskoða og koma með tillögur að endurbótum á námskeiðunum árið 2012.

Baugur og alþjóðleg fyrirtækjamenning

Eftir háskólanám starfaði Guðrún í tvö ár hjá Baugi group. Starf hennar fólst einkum í að aðstoða framkvæmdastjóra samsteypunnar við starfsmannamál. Koma á laggirnar nýjum fyrirtækjum þar sem flytja þurfti fyrirtækjamenningu frá öðrum löndum, innleiða og aðlaga hér á landi, ráða allt starfsfólk og þjálfa. Í starfinu fólust mikil ferðalög og samstarf við erlenda samstarfsaðila.

Stofnandi Félags mannauðsstjóra ríkisins

Hvað önnur störf varðar á má nefna að Guðrún sat í samninganefnd ríkisins f.h. fjármálaráðherra árin 2012 – 2016. Hún kennir jóga u.þ.b. 2 sinnum í viku bæði í Háskóla Íslands og í Jógasetrinu. Hún stofnaði fjárfestingafélagið Gjörð 2015 með nokkrum konum sem opnaði þrjár verslanir haustið 2016, sá um samningagerð vegna sérleyfa, setja upp verslanir og ráða fólk. Guðrún er ein af stofnendum og fyrsti formaður Félags mannauðsstjóra ríkisins. Ein af stofnendum og framleiðandi Lókal alþjóðlegrar leiklistarhátíðar í Reykjavík. Hefur kennt reglulega ýmis námskeið í Háskóla Íslands og Endurmenntun HÍ á undanförnum árum.

Áhugamálin mörg og af ýmsum toga

Það má lýsa Guðrúnu sem jákvæðri manneskju, lausnamiðaðri og góða í samskiptum. Hún hefur áhuga á menningarmálum, listum og góðgerðarmálum. Auk þess er hún útivistarmanneskja, hefur stundað skíðaíþróttina frá barnsaldri sem og hjólreiðar og stangveiði. Hún ferðast eins mikið og hún getur bæði innanlands og utan. Á undanförnum árum hefur jóga og hugleiðsla orðið mikilvægur hluti af lífi hennar. Guðrún hefur áhuga á fólki og velferð þeirra og langar til að leggja sitt að mörkum í þá veru.