HildurAuki

Hildur Halldórsdóttir

MA - Mannauðsstjórnun - Háskóli Íslands
BS - Sálfræði - Háskóli Íslands

Executive Coaching - Háskólinn í Reykjavík
ACC vottaður stjórnendamarkþjálfi - International Coaching Federation.

Netfang: hildur@auki.is
Sími: 864-6186

Hildur hefur langa stjórnunarreynslu úr íslensku atvinnulífi, bæði á opinbera og á almenna vinnumarkaðinum. Hún hefur mikla reynslu af starfsumhverfi opinberra starfsmanna og sérþekking hennar á sviði mannauðsstjórnunar er allt frá ráðningu til starfsloka.

Hildur er með meistaragráðu í mannauðsstjórnun og BA í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hún lauk námi í Executive Coaching frá Háskólanum í Reykjavík og er ACC vottaður stjórnendamarkþjálfi frá International Coaching Federation. Hildur hefur í gegnum árin tekið fjölda námskeiða tengdum mannauðsstjórnun og stjórnun bæði innanlands og erlendis. Að undanförnu hefur hún lagt sérstaka áherslu á námskeið í sjálfsræktun, s.s. núvitundarnámskeið, jóganámskeið ofl.

Mannauðsstjóri Þjóðminjasafns Íslands

Árin 2016 – 2022 starfaði Hildur sem mannauðsstjóri Þjóðminjasafns Íslands, með ábyrgð á framkvæmd og þróun mannauðsstefnu ásamt ráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna. Jafnframt bar hún ábyrgð á innleiðingu ýmissa verkefna s.s. jafnlaunavottunar, gæðakerfis og verkefnisins Betri vinnutími. Umsjón með ráðningum, starfsþróunar-, vinnuverndar- og fræðslumálum auk fjölda annarra verkefna.

Háskóli Íslands og mannauðsmálin

Í rúm níu ár starfaði Hildur hjá Háskóla Íslands sem verkefnastjóri á starfsmannasviði. Þar voru ráðningar viðamikill þáttur í starfi ásamt ráðgjöf, fræðsla og stuðningur til stjórnenda. Umsjón með innleiðingu, framkvæmd og eftirfylgni starfsánægjukannanna. Hún bar ábyrgð á sérverkefnum fyrir skólann er varða bætt samskipti starfsfólks og leiðir til að vinna gegn streitu starfsfólks. Hún tók virkan þátt í samstarfi norrænna háskóla (NUAS) sem m.a. hefur falið í sér skipulagningu ráðstefnu fyrir stjórnendur í háskólum á Norðurlöndum. Hildur kennir reglulega námskeið í Endurmenntun Háskóla Íslands í ýmsum málefnum mannauðsstjórnunar.

Markaðs- og kynningarmál

Þá hefur Hildur reynslu af markaðs- og kynningarmálum. Starfaði sem framkvæmdastjóri hjá ÍMARK, félagi markaðsfólks með ábyrgð á daglegum rekstri, skipulagningu allra viðburða félagsins; ráðstefnur, námsferðir, val á Markaðsmanni ársins og markaðsfyrirtæki ársins. Umsjón með Lúðrinum, íslensku auglýsingaverðlaununum sem afhent eru árlega. Þátttaka í evrópsku samstarfi með systurfélögum á Norðurlöndum og í Evrópu.

Hildur starfaði sem kynningarstjóri hjá Stöð 2. Þar stýrði hún kynningardeild sem sá um kynningu og markaðssetningu á öllum miðlum þess. Einnig verkefni tengd markaðsstefnu fyrirtækisins og vörumerkjum þess svo sem stefnumótun, mörkun og uppbygging vildarkerfis.

Áhersla á að hafa gaman af því sem hún tekur sér fyrir hendur bæði starfi og leik

Styrkur Hildar er áhugi á fólki og velferð þess, góð greiningarhæfni ásamt lausnamiðaðri nálgun. Hún leggur áherslu á að hafa gaman af öllum þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur. Hefur jafnframt áhuga á heilsueflandi starfsumhverfi og velferð á vinnustöðum enda hreyfing og útvist eitt helsta áhugamál hennar. Frítíma sínum eyðir Hildur með fjölskyldu sinni og vinum. Hún elskar að ferðast og kynnast mismunandi menningarheimum, stundar reglulega hreyfingu með því að skokka, fara á skíði og spila golf.